Thursday, July 31, 2014

Sally og Mo á góðu róli

 

Sally og Mo á góðu róli í 002 Gallerí að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Var Þriðja sýning á Myndlistarhátíð 002 Galleríis. Hátíðin stóð frá 28. mars til 1. júní 2014. Að þessu sinni sýna listakonurnar Elín Anna Þórisdóttir og Þóra Gunnarsdóttir betur þektar sem Sally og Mo.  Sally og Mo leitast við að standa ekki í stað heldur að reyna að komast áfram með einhverju móti. Farartækið er Fiat Uno og á honum fara þær á rúntinn en kanna jafnframt hans innstu króka og kima og velta fyrir sér virkni hans og innviðum. Ferðin er ekki leiðiferð. Ferðin er skemmtiferð. Sally og Mo bjóða áhorfandanum með í ferðina á hvaða hraða sem er, snigilsins eða þotunnar og alls þar á milli. Ferðalag hugans í Fiat Uno.

Tjáningarþörf og tilviljanir eru kveikjuþráðurinn að gjörningum Sallýar og Mo. Þar sem þær eru hugarástand eða hugarburður þá er sjálfsskoðun og gagnrýni ekki að þvælast fyrir þeim við sköpunina heldur á sér stað óheftur spuni. Afrakstur þessara gjörninga verða síðan verk þeirra, vídeó, ljósmyndir, innsetningar eða skúlptúrar.

001

025

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

No comments:

Post a Comment