Monday, October 17, 2011

Fjölskrúðug Haustsýning í 002 Gallerí

Windows Live Blog

002 Gallerí hóf sitt annað starfsár með Haustsýningu laugardaginn 1.október kl.14. Galleríið er íbúð Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja og flytur Birgir út úr íbúðinni til að bjóða listamönnunum sýningarrýmið sem samanstendur af svefnhebergi, salerni, stofu og eldhúsi. Listamennirnir sjö sem opnuðu sýnigarárið vinna með mjög ólíka miðla. Vinkonurnar Ólöf Björnsdóttir og Ólöf Helga Helgadóttir tefldu saman verkum sínum í þröngu rými sem venjulega gegnir hlutverki salernis. Ólöf sýndi þar ljósverk en Ólöf Helga video. Ólof Björnsdóttir  var líka með verki í stofunni sem hét Rímur. Hollendingurinn Joris Rademaker kom frá Akureyri og var með innsetningu í svefnherberginu. Í stofunni voru líka þrír listamenn sem vinna á ólíkan hátt með texta í verkum sínum: Hlynur Hallsson hélt áfram með textaverkið sem hann spreyjaði á vegg stofunnar fyrir sléttu ári síðan; Jean Posocco sýndi teiknimyndasögur sínar og Þóra Gunnarsdóttir var með verk sem heitir Óstöðugur hringvegur 3.hluti og er sambland teikninga og texta. Síðast en ekki síst ber að nefna verk Unu Baldvinsdóttur, sem málað er beint á stofuvegginn og ber sterk einkenni graffitilistar. Þetta er aðeins fyrstu hlutinn af stóru verki sem mun teygja sig eftir veggjum stofunnar eftir því sem líður á veturinn.

006 (4)

026 (2)

001 (2)

028

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér