Thursday, November 28, 2013

Messa Teaser á Kex Hostel

Messa Teaser 2011 er óhefðbundin sölu og tengslaviðburður á sviði samtímalistar,  þar sem sérstök áhersla er lögð á þátttöku sjálfstætt starfandi myndlistarmanna og myndun tengsla. Þátttakendur MESSA Teaser eru myndlistarmenn, gallerí, útgefendur, listfræðingar og fleiri aðilar sem tengjast myndlist á einn eða annan hátt. Þátttakendur fyrir 002 Gallerí voru Helena Hans, Elín Anna Þórisdóttir og Birgir Sigurðsson

005

002 (2)

010

009

Frá íbúð að galleríi

Við stofnum 002 Galleríis var sú ákvörðun tekin að tæma alltaf íbúðina fyrir sýningar þannig að hún nýttist öll til sýningarhalds, allir 63 fermetrarnir. Búslóðin var minnkuð um ca 40% svo að ferðalagið frá íbúð til gallerís og til baka aftur, tæki sem stystan tíma. Vegna fjölbreytileika sýninga hefur þurft að smíða og hengja upp festingar fyrir alls konar verk og skjávarpa bæði á veggi og loft gallerísins. Listamenn hafa verið duglegir við að mála og spreyja á veggina, enda eru núna komin þó nokkur lög af málningu á suma veggina. Á þessum þremur árum sem galleríið hefur starfað hefur hvert einasta herbergi verið notað á ýmsa vegu til sýningarhalds, með góðum árangri. Þessi myndaröð veitir innsýn í þetta ferðalag.

008 (2)

030 (2)

002 (2)

308

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Wednesday, November 27, 2013

Jón Laxdal og 002 Gallerí í Reykjavík

Sýning á verkum myndlistarmannsins Jóns Laxdal opnaði á heimili myndlistarmannana Jóhanns Ludwig Torfasonar og Ragnhildar Jóhanns að Sundlaugavegi 10, 105 Reykjavík, laugardaginn 31. ágúst 2013.

Jón hefur um árabil verið virkur í menningarstarfi á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við Hí og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkura ljóðabóka.

Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.

002 Gallerí hefur verið starfrækt síðast liðin þrjú ár á heimili Birgis Sigurðssonar í Hafnarfirði og þar hafa yfir fimmtíu listamenn víðs vegar að sýnt verk sín. Galleríið nýtur mikillar sérstöðu í listflóru landsins, þar sem það er í raun íbúð og vistaverur galleristans sem gengur svo langt í að hreinsa út úr íbúðinni fyrir hverja sýningu að ekkert er eftir nema hylkið.

Í þetta sinn gengur 002 Gallerí skrefinu lengra með einskonar yfirtöku á annari íbúð til sýningarhalds. Þó er skrefið sínu styttra því leitast er við halda í heimilið en hleypa myndlistinni upp á veggina. Þannig verður til n.k. heimasýning sem kallast á við hinn forna húslestur.

 

1085400_10151791917583286_1446427071_n

IMG_8067 (853x1280)

IMG_8076 (1280x853)

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Mannmergð

Arnar Ómarsson, myndlistarmaður, opnaði sýningu á 002 Gallerí í Hafnarfirði, laugardaginn 10. Ágúst 2013. Verkið „Users / Notendur“ er hluti af seríu veggteikninga sem Arnar hefur unnið með síðastliðið ár og fjallar um einstaklinginn í mannmergðinni. „Ég fæ vissulega innblástur frá skólaárunum í London, þar sem maður mætti þúsundum fólks út á götu hvern dag, án þess að sjá það nokkurntíman aftur“ segir Arnar. „Það má segja að þetta sé einskonar tilraun til að staðfesta tilvist þeirra án þess að reyna að kynnast þeim eitthvað betur. Teikningarnar eru eins og kynnin; taka stuttan tíma, eru aldrei eins og skilja ekki mikið eftir sig.“ Í þessari sýningarröð hefur Arnar bæði sýnt í Þýskalandi og á Íslandi, en það sem er sérstakt  við þessa sýningu er að hér teiknar hann beint á veggi íbúðarinnar.

003

004

007

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér