Thursday, July 31, 2014

Draumurinn um regluna

Fimmta sýningin á Myndlistarhátíð 002 Gallerís opnði klukkan 14, laugardaginn 10. maí og að þessu sinni sýndi Kristinn Már Pálmason, fyrrum sýningarstjóri Anima gallerís og annar af stofnendum þess.

„Þegar ég fékk boð um að sýna í 002 Galleríi þá tóku hugmyndir strax að flæða inn í hugann,“segir Kristinn. „Síðan hef ég komið í íbúðina nokkrum sinnum og hugmyndunum fjölgaði stöðugt. Ég skyssa þær jafn óðum niður á blað en næsta skref er að raða þeim inn í rýmið, lið fyrir lið, eftir tilfinningunni sem ég vil ná inn í rýminu, ... eldhúsið vill fá þessa hugmynd ... þessi hugmynd fer á loftið í stofunni...og svo framvegis. Í þessu ferli gerði ég mér grein fyrir þörfinni fyrir að finna hugmyndunum farveg í einhverskonar vinnuplani. Þetta er draumur minn um að koma reglu á hugmyndirnar.“ 

Kristinn Már Pálmason (1967) stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1990 - 94 og The Slade School of Fine Art, University College, London 1996 - 98. Kristinn Már á að baki fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum og samvinnuverkefnum hér heima og erlendis. Kristinn Már hefur komið að ýmiskonar menningarstarfsemi og er til að mynda annar stofnenda og sýningastjóri Anima gallerís í Reykjavík (2006 - 08) og einn af 10 stofnendum Kling & Bang gallerís.

008

075

079

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

No comments:

Post a Comment