Thursday, July 31, 2014

Líf sæbjúgnanna

 

Myndlistasýningin „Líf sæbjúgnanna“ var opnuð  laugardaginn 5.apríl, í 002 Gallerí, Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Sýningin er samstarfsverkefni tveggja „myndlistarpara“, en þau eru annars vegar Lilý Erla Adamsdóttir og Trausti Dagsson og hins vegar Elín Anna Þórisdóttir og Páll Ívan frá Eiðum. Sýning þeirra er annar myndlistarviðburður af átta á fyrstu Myndlistarhátíð 002 Gallerís,

Í lífi sæbjúgnanna hafa myndlistarpörin fundið sameiginlegan snetiflöt í myndsköpun sinni: „Líf sæbjúgans er einmannalegt. Ferðum þess er að miklu leyti stjórnað af hafstraumum, tengsl einstaklinga virðast tilviljunarkennd og sum þeirra hafa einungis eitt líkamsop er þau nota jafnt til að matast og hafa hægðir. Einmanalegt virðist líf þeirra sem hafa ólögulegan líkama sem helst minnir á getnaðarlim, bjúga eða gúrku en frá þessum tveim síðari fyrirbrigðum kemur nafn sæbjúgans einmitt á íslensku og á ensku. Það skýtur þó skökku við að líkja því við gúrku, ávöxt sem styr stendur um hvort teljast skuli ávöxtur eða grænmeti. Vissulega vex hann á plöntum, inniheldur fræ og þroskast út frá blómi en sætleikann vantar. Hann er grænn, er hafður í salöt ásamt öðru grænmeti. Slíkar eru ekki áhyggjur sæbjúgans þrátt fyrir eymdarlegan líkama og gildishlaðinn munn eða endaþarm, eftir því hvora hlið líkamsops þess við beinum sjónum okkar að. Sæbjúgað hirðir ekki um skilgreiningar framandi aldinna því slíkt er líkt og við mennirnir værum þjakaðir af áhyggjum yfir deiliskipulagi fjarlægrar borgar í öðru stjörnukerfi eða fatavali guðanna. Áhyggjur sæbjúgans liggja nefnilega ekki þeim megin hafflatarins sem það eyðir einmanalegri ævi sinni.“

 

082

032

046

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

No comments:

Post a Comment