Thursday, December 30, 2010

Þriðja sýning í 002Gallerí 4.12.2010

Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, opnaði 4.12.2010 ljósverkasýningu í íbúð sinni, 002 Gallerí, ásamt frænku sinni Þóru Björg, myndlistarnema, sem hefur myndskreytt frumsamda jólasögu eftir Birgi.

Ljósverk er heiti yfir myndlistarverk þar sem ljós eru í aðalhlutverki. Þetta listform hefur lengi verið Birgi hugleikið enda tengjast hér saman reynsla hans af rafvirkjun og brennandi áhugi á myndlistarsköpun.

Í ljósverki Birgis fær gamla góða flúrperan nýtt hlutverk. Að auki var frumflutt jólasveinasagan Um strákinn sem trúði því ekki að jólasveinarnir væru vondir.

005

003

022

Fleiri myndir af sýningunni er HÉR

Önnur sýning í 002Gallerí 6.11.2010

Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, opnaði laugardaginn 6.nóvember aðra sýninguna í íbúð sinni, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði.
Sýnendur voru þrír að þessu sinni og komu þeir úr sitt hvorri áttinni. Hekla Dögg Jónsdóttir sem er með þekktari myndlistarmönnum samtímans sýndi verk sem ekki hefur verið sýnt á Íslandi fyrr. Ragnhildur Jóhanns sem hefur unnið mikið með texta og bókaformið í sinni myndlist og Ingvar H. Ragnarsson, kenndur við Útúrdúr sem vinnur mikið með ljósmyndir og video
012
039
060
061
047
Fleiri myndir frá sýninguni eru HÉR

Wednesday, December 29, 2010

Fyrsta sýning í 002Gallerí 2.10.2010

002 Gallerí – íbúð og gallerí
Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, opnaði laugardaginn 2.október myndlistargallerí í íbúð sinni, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar, opnaði galleríið formlega. Listamennirnir sem tóku þátt í fyrstu sýningunni voru Þorvaldur Þorsteinsson, Helena Jónsdóttir, Bjarni Þór Sigurbjörnsson, Eygló Harðardóttir, Sara Björnsdóttir, Hlynur Hallson, Anna Sigríður, Elín Anna Þórisdóttir, Helena Hans, Hjördís Frímann og Unnur Óttarsdóttir.
Hugmyndin með galleríinu er að skapa nýtt og skemmtilegt rými til listsköpunar. Sumir listamennirnir munu gera verk beint á veggina og þannig verður íbúðin að listaverki, sem tekur stöðugum breytingum.
1
5
7
15
9
Fleiri myndir frá opnuninni er að finna hér.