Tuesday, December 6, 2011

Speglun Önnu Sigríðar í 002 Gallerí 3.12.2011

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, myndhöggvari, var með innsetninguna Speglun í Gallerí 002 um síðustu helgi. Galleríð er staðsett í ósköp venjulegri kjallaraíbúð í blokk í Hafnarfirði, en nafnið er dregið af númeri íbúðarinnar, 002, að Þúfubarði 17, sem er hvorttveggja í senn íbúð og sýningarrými Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja.

Eftir að námi lauk á Íslandi og í Hollandi fyrir 22 árum, hefur Anna Sigríður starfað sem myndlistamaður og tekið þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis. Sem myndhöggvari vinnur hún mest með stein, járn og tré, en innsetningarformið hefur verið henni hugleikið að undanförnu.

Um sýninguna segir Anna Sigríður: „Speglun ljóssins í vatninu, speglun heimsins í svörtum augum. Við speglum okkur og búum til ímyndir, speglum hvort annað. Endalaus mynd af þér, mér, mynd af mynd af mynd...speglun út í hið margfalda, óendanlega. Heimurinn speglast í okkur, ég spegla mig í þér og þú í mér. Ég er þú.“

022

038

045

053

110

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér