Thursday, July 31, 2014

Mæðgur í myndlist

 

Þórunnar Hjartardóttur og Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur opnuðu sýninguna Mæðgur í myndlist laugardaginn 3 maí.í 002 Galleríi.

OO2 Gallerí býður mæðgurnar Þórunni og Streinunni velkomnar til samstarfs í þessum fjórða viðburði fyrstu myndlistarhátíðar gallerísins sem stendur frá 28. mars til 1. júní. Það verður mjög gaman að sjá hvernig þær vinna þessa sýningu því þetta er þeirra fyrsta sýning saman. Báðar hafa lokið myndlistarnámi hér heima, en með tuttugu og fjögurra ára millibili. Þær fást við mjög ólíka miðla í myndlist.Einnig hefur Steinunn að undaförnu vakið athygli sem eins manns hljómsveitin dj. flugvél og geimskip.

Þórunn (1965) hefur í myndlist sinni undanfarin ár flutt geómetríuna út fyrir blindrammann og yfirfært hana beint inn eða út í viðkomandi rými með bókbandslímbandi. „Ég dreg fram það sem ég sé í arkitektúrnum, sem liggur kannski ekki í augum uppi; eða breyti því sem er, í eitthvað annað sem mér finnst fallegra eða skemmtilegra. Kannski sérðu það, kannski ekki, kannski ertu ekki viss,“ segir Þórunn. Hún hefur áður sýnt málverk, ljósmyndir og innsetningar, auk þess sem hún fæst við sjónlýsingar, hljóðbókalestur og þýðingar.

„Ég bý til listaverk og tónlist vegna þess að ég fyllist af orku og gleði þegar ég bý til eitthvað nýtt,“ segir Steinunn (1987). „ Ómögulegir hlutir verða að veruleika í myndlist. Þar eru engar hindranir – engin lögmál. Það er sífellt verið að mála nýjar myndir, smíða skúlptúra sem enginn hefur séð fyrr og semja tónlist

007

058

027

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

No comments:

Post a Comment