Wednesday, November 27, 2013

Mannmergð

Arnar Ómarsson, myndlistarmaður, opnaði sýningu á 002 Gallerí í Hafnarfirði, laugardaginn 10. Ágúst 2013. Verkið „Users / Notendur“ er hluti af seríu veggteikninga sem Arnar hefur unnið með síðastliðið ár og fjallar um einstaklinginn í mannmergðinni. „Ég fæ vissulega innblástur frá skólaárunum í London, þar sem maður mætti þúsundum fólks út á götu hvern dag, án þess að sjá það nokkurntíman aftur“ segir Arnar. „Það má segja að þetta sé einskonar tilraun til að staðfesta tilvist þeirra án þess að reyna að kynnast þeim eitthvað betur. Teikningarnar eru eins og kynnin; taka stuttan tíma, eru aldrei eins og skilja ekki mikið eftir sig.“ Í þessari sýningarröð hefur Arnar bæði sýnt í Þýskalandi og á Íslandi, en það sem er sérstakt  við þessa sýningu er að hér teiknar hann beint á veggi íbúðarinnar.

003

004

007

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

No comments:

Post a Comment