Thursday, November 28, 2013

Frá íbúð að galleríi

Við stofnum 002 Galleríis var sú ákvörðun tekin að tæma alltaf íbúðina fyrir sýningar þannig að hún nýttist öll til sýningarhalds, allir 63 fermetrarnir. Búslóðin var minnkuð um ca 40% svo að ferðalagið frá íbúð til gallerís og til baka aftur, tæki sem stystan tíma. Vegna fjölbreytileika sýninga hefur þurft að smíða og hengja upp festingar fyrir alls konar verk og skjávarpa bæði á veggi og loft gallerísins. Listamenn hafa verið duglegir við að mála og spreyja á veggina, enda eru núna komin þó nokkur lög af málningu á suma veggina. Á þessum þremur árum sem galleríið hefur starfað hefur hvert einasta herbergi verið notað á ýmsa vegu til sýningarhalds, með góðum árangri. Þessi myndaröð veitir innsýn í þetta ferðalag.

008 (2)

030 (2)

002 (2)

308

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

No comments:

Post a Comment