Wednesday, November 27, 2013

Jón Laxdal og 002 Gallerí í Reykjavík

Sýning á verkum myndlistarmannsins Jóns Laxdal opnaði á heimili myndlistarmannana Jóhanns Ludwig Torfasonar og Ragnhildar Jóhanns að Sundlaugavegi 10, 105 Reykjavík, laugardaginn 31. ágúst 2013.

Jón hefur um árabil verið virkur í menningarstarfi á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við Hí og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkura ljóðabóka.

Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.

002 Gallerí hefur verið starfrækt síðast liðin þrjú ár á heimili Birgis Sigurðssonar í Hafnarfirði og þar hafa yfir fimmtíu listamenn víðs vegar að sýnt verk sín. Galleríið nýtur mikillar sérstöðu í listflóru landsins, þar sem það er í raun íbúð og vistaverur galleristans sem gengur svo langt í að hreinsa út úr íbúðinni fyrir hverja sýningu að ekkert er eftir nema hylkið.

Í þetta sinn gengur 002 Gallerí skrefinu lengra með einskonar yfirtöku á annari íbúð til sýningarhalds. Þó er skrefið sínu styttra því leitast er við halda í heimilið en hleypa myndlistinni upp á veggina. Þannig verður til n.k. heimasýning sem kallast á við hinn forna húslestur.

 

1085400_10151791917583286_1446427071_n

IMG_8067 (853x1280)

IMG_8076 (1280x853)

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

No comments:

Post a Comment