Valgerður Freeland Sigurðardóttir opnaði sína fyrstu einkasýningu í Gallerí 002, Þúfubarði 17, Hafnarfirði, laugardaginn 4. Febrúar 2012. Viðfangsefni sýningarinnar eru þrjú, en þau skapa saman eina heild: Abstrakt og fígúratíf málverk með frumum sem myndefni; margs konar ljósalampar og plánetur sem lýsa í myrkri; risaeðluinnsetning með 150 risaeðlum sem Valgerður safnaði á síðasta ári.
Valgerður Freeland hreppti fyrsta sætið í Skúlptúrkeppni Íslands, sem haldin var í fyrsta sinn á Bakkusi í nóvember 2011. Fyrstu verðlaun voru meðal annars fólgin í því að sýna á fyrstu sýningu ársins 2012 í 002 Gallerí. Þetta er fyrsta einkasýning Valgerðarr. Hún lauk námi á listnámsbraut FB vorið 2012 og er núna í Listaháskóla Íslands
Hægt er að sjá fleiri myndir Hér
No comments:
Post a Comment