- gjörningur út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, var með gjörninginn og myndlistarverkið „Að elska sig eins og maður er“ í 002 Gallerí dagana 9. til 12. Apríl 2013 og var þetta hluti af utandagskrá myndlistahátíðarinnar Sequences. Birgir vinnur hér með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skoðar hann út frá íslensku samhengi. Erum við góð við börnin okkar og líka barnið í okkur? Veggir gallerísins verða notaðir til frjálsrar tjáningar þar sem myndlistarmaðurinn og áhorfendur leika sér með alskonar miðla og útkoman verður minningar um leik, gleði, samvinnu, frelsi og draumar okkar um framtíðarlandið þar sem fyrirheit Barnasáttmálans verða að veruleika.
Hægt er að sjá fleiri myndir Hér
No comments:
Post a Comment