Bandaríska listakonan Liz Tran opnaði sýningu á nýjum verkum í 002 Galleríi laugardaginn 6. júlí 2013. Sýninguna nefnir hún Fæðuleit / Foraged og voru öll verkin unnin á Listasetrinu Bæ á Hofsósi þar sem mánaðardvöl hennar var að ljúka. Verk sín vinnur Liz eingöngu úr þeim fjársjóðum fjörunnar sem hafið hefur fært henni. Hún leyfir fjörunni að leiða sig í hugleiðslu gegnum langar og margendurteknar göngur þar sem hún síðan vefur saman myndmáli strandarinnar og hennar eigin. Flotholt verður að risvöxnu hálsmeni, hvalbein geymir hulið landslag og úfin reipi verða að hreiðrum sæfugla. Verk Liz Tranar fjalla um tengingar nátturunnar við hið innra umhverfi. Liz blandar frjálslega saman miðilum og tækni, málaralegar strokur hlaðast upp á líflegan og tilfinninganæman hátt til að lýsa ímynduðu landslagi. Tíma sínum á Bæ varði hún í að kynnast ströndum Atlantshafs og Höfðavatns og eru nú strendur Skagafjarðar henni nú mjög kunnar. Liz vill þakka sérstaklega Steinunni Jónsdóttur og öllum á Listasetrinu Bæ fyrir að færa sýningu þessa úr huga í heim.
Hægt er að sjá fleiri myndir Hér
No comments:
Post a Comment