Anonimus var samtarfsverkefni 002 Gallerís og Jónu Hlífar Halldórsdóttur listakonu og sýningarstjóra.Hún fékk til liðs við sig listakonurnar Katrínu I. Jónsdóttur Hjördísardóttur , Selmu Hreggviðsdóttur , Elísabetu Brynhildardóttur, Helenu Hans, Elínu Önnu Þórisdóttur og Ólöfu Helgu Helgadóttur.
Listakonunar voru vinnandi í litlu rými skapaði spennu fyrir áhorfandann. Myndefnið var á köflum absúrd og myndrænt, en stundum virtist útsendingin fela í sér ósköp venjulegar svipmyndir af fólki að vinna. Svona eins venjulegar og orðið þegar fólk starfar í örsmárri kommúnu og hefur minna en einn fermeter til að athafna sig á. Það var ekki bara myndefnið sem var aðlaðandi. Samspil þessara fjölbreyttu og ólíku karaktera bjó líka til spennu. Maður vildi kynnast þessum persónum og sjá hvað hver og ein var að gera.
Hægt er að sjá fleiri myndir Hér
No comments:
Post a Comment