Myndlistarhópur Hlutverkaseturs í Reykjavík hélt sýningu í 002 Gallerí í Hafnarfirði helgina 2.- 3. mars 2013.Þáttakendur á sýningunni nota mismunandi miðla, en eiga það sameiginlegt að hafa sótt myndlistanámskeið í Hlutverkasetri. Björg Anna Björgvinsdóttir, sýnir bók og pappír, Gísli Kristinsson er með tússteikningar, Rúnar Þór Þórðarson með olíumálverk á tréplötum og þær Unnur Þóra Skúladóttir, Alice Martins, Hildur Pálmadóttir og Þorbjörg Sigurðardóttir sýna olíumálverk á striga. Öll verkin voru unnin á síðasta ári á myndlistarnámskeiðum í Hlutverkasetrinu undir leiðsögn Önnu Henriksdóttur, Svöfu Bjargar Einarsdóttur og Hildar Margrétardóttur.
Hlutverkasetur býður þá velkomna sem vilja auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virkum eða þiggja aðstoð við atvinnulega endurhæfingu. Kjörorð Hlutverkaseturs, Leiktu aðalhlutverk í þínu lífi, birtist með skírum hætti í þessari líflegu sýningu í 002 Galleríi í Hafnarfirði.
Hægt er að sjá fleiri myndir Hér
No comments:
Post a Comment