Thursday, November 28, 2013

Messa Teaser á Kex Hostel

Messa Teaser 2011 er óhefðbundin sölu og tengslaviðburður á sviði samtímalistar,  þar sem sérstök áhersla er lögð á þátttöku sjálfstætt starfandi myndlistarmanna og myndun tengsla. Þátttakendur MESSA Teaser eru myndlistarmenn, gallerí, útgefendur, listfræðingar og fleiri aðilar sem tengjast myndlist á einn eða annan hátt. Þátttakendur fyrir 002 Gallerí voru Helena Hans, Elín Anna Þórisdóttir og Birgir Sigurðsson

005

002 (2)

010

009

Frá íbúð að galleríi

Við stofnum 002 Galleríis var sú ákvörðun tekin að tæma alltaf íbúðina fyrir sýningar þannig að hún nýttist öll til sýningarhalds, allir 63 fermetrarnir. Búslóðin var minnkuð um ca 40% svo að ferðalagið frá íbúð til gallerís og til baka aftur, tæki sem stystan tíma. Vegna fjölbreytileika sýninga hefur þurft að smíða og hengja upp festingar fyrir alls konar verk og skjávarpa bæði á veggi og loft gallerísins. Listamenn hafa verið duglegir við að mála og spreyja á veggina, enda eru núna komin þó nokkur lög af málningu á suma veggina. Á þessum þremur árum sem galleríið hefur starfað hefur hvert einasta herbergi verið notað á ýmsa vegu til sýningarhalds, með góðum árangri. Þessi myndaröð veitir innsýn í þetta ferðalag.

008 (2)

030 (2)

002 (2)

308

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Wednesday, November 27, 2013

Jón Laxdal og 002 Gallerí í Reykjavík

Sýning á verkum myndlistarmannsins Jóns Laxdal opnaði á heimili myndlistarmannana Jóhanns Ludwig Torfasonar og Ragnhildar Jóhanns að Sundlaugavegi 10, 105 Reykjavík, laugardaginn 31. ágúst 2013.

Jón hefur um árabil verið virkur í menningarstarfi á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við Hí og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkura ljóðabóka.

Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.

002 Gallerí hefur verið starfrækt síðast liðin þrjú ár á heimili Birgis Sigurðssonar í Hafnarfirði og þar hafa yfir fimmtíu listamenn víðs vegar að sýnt verk sín. Galleríið nýtur mikillar sérstöðu í listflóru landsins, þar sem það er í raun íbúð og vistaverur galleristans sem gengur svo langt í að hreinsa út úr íbúðinni fyrir hverja sýningu að ekkert er eftir nema hylkið.

Í þetta sinn gengur 002 Gallerí skrefinu lengra með einskonar yfirtöku á annari íbúð til sýningarhalds. Þó er skrefið sínu styttra því leitast er við halda í heimilið en hleypa myndlistinni upp á veggina. Þannig verður til n.k. heimasýning sem kallast á við hinn forna húslestur.

 

1085400_10151791917583286_1446427071_n

IMG_8067 (853x1280)

IMG_8076 (1280x853)

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Mannmergð

Arnar Ómarsson, myndlistarmaður, opnaði sýningu á 002 Gallerí í Hafnarfirði, laugardaginn 10. Ágúst 2013. Verkið „Users / Notendur“ er hluti af seríu veggteikninga sem Arnar hefur unnið með síðastliðið ár og fjallar um einstaklinginn í mannmergðinni. „Ég fæ vissulega innblástur frá skólaárunum í London, þar sem maður mætti þúsundum fólks út á götu hvern dag, án þess að sjá það nokkurntíman aftur“ segir Arnar. „Það má segja að þetta sé einskonar tilraun til að staðfesta tilvist þeirra án þess að reyna að kynnast þeim eitthvað betur. Teikningarnar eru eins og kynnin; taka stuttan tíma, eru aldrei eins og skilja ekki mikið eftir sig.“ Í þessari sýningarröð hefur Arnar bæði sýnt í Þýskalandi og á Íslandi, en það sem er sérstakt  við þessa sýningu er að hér teiknar hann beint á veggi íbúðarinnar.

003

004

007

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Thursday, October 24, 2013

Fæðuleit Liz Tran

Bandaríska listakonan Liz Tran opnaði sýningu á nýjum verkum í 002 Galleríi laugardaginn 6. júlí 2013. Sýninguna nefnir hún Fæðuleit / Foraged og voru öll verkin unnin á Listasetrinu Bæ á Hofsósi þar sem mánaðardvöl hennar var að ljúka. Verk sín vinnur Liz eingöngu úr þeim fjársjóðum fjörunnar sem hafið hefur fært henni. Hún leyfir fjörunni að leiða sig í hugleiðslu gegnum langar og margendurteknar göngur þar sem hún síðan vefur saman myndmáli strandarinnar og hennar eigin. Flotholt verður að risvöxnu hálsmeni, hvalbein geymir hulið landslag og úfin reipi verða að hreiðrum sæfugla. Verk Liz Tranar fjalla um tengingar nátturunnar við hið innra umhverfi. Liz blandar frjálslega saman miðilum og tækni, málaralegar strokur hlaðast upp á líflegan og tilfinninganæman hátt til að lýsa ímynduðu landslagi. Tíma sínum á Bæ varði hún í að kynnast ströndum Atlantshafs og Höfðavatns og eru nú strendur Skagafjarðar henni nú mjög kunnar. Liz vill þakka sérstaklega Steinunni Jónsdóttur og öllum á Listasetrinu Bæ fyrir að færa sýningu þessa úr huga í heim.

SONY DSC

SONY DSC

031

022

SONY DSC

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Wednesday, October 23, 2013

„Að elska sig eins og maður er“

- gjörningur út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, var með gjörninginn og myndlistarverkið Að elska sig eins og maður er“ í 002 Gallerí dagana 9. til 12. Apríl 2013 og var þetta hluti af utandagskrá myndlistahátíðarinnar Sequences. Birgir vinnur hér með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skoðar hann út frá íslensku samhengi. Erum við góð við börnin okkar og líka barnið í okkur? Veggir gallerísins verða notaðir til frjálsrar tjáningar þar sem myndlistarmaðurinn og áhorfendur leika sér með alskonar miðla og útkoman verður minningar um leik, gleði, samvinnu, frelsi og draumar okkar um framtíðarlandið þar sem fyrirheit Barnasáttmálans verða að veruleika.

004

010

012 (2)

020 (3)

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Leiktu aðalhlutverkið í þínu lífi

Myndlistarhópur Hlutverkaseturs í Reykjavík hélt sýningu í 002 Gallerí í Hafnarfirði helgina 2.- 3. mars 2013.Þáttakendur á sýningunni nota mismunandi miðla, en eiga það sameiginlegt að hafa sótt myndlistanámskeið í Hlutverkasetri. Björg Anna Björgvinsdóttir, sýnir bók og pappír, Gísli Kristinsson er með tússteikningar, Rúnar Þór Þórðarson með olíumálverk á tréplötum og þær Unnur Þóra Skúladóttir, Alice Martins, Hildur Pálmadóttir og Þorbjörg Sigurðardóttir sýna olíumálverk á striga. Öll verkin voru unnin á síðasta ári á myndlistarnámskeiðum í Hlutverkasetrinu undir leiðsögn Önnu Henriksdóttur, Svöfu Bjargar Einarsdóttur og Hildar Margrétardóttur.

Hlutverkasetur býður þá velkomna sem vilja auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virkum eða þiggja aðstoð við atvinnulega endurhæfingu. Kjörorð Hlutverkaseturs, Leiktu aðalhlutverk í þínu lífi, birtist með skírum hætti í þessari líflegu sýningu í 002 Galleríi í Hafnarfirði.

010 (3)

008 (3)

039

014 (2)

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Hafnfirks list í 002 Galleríi 3.11.2012

002 Gallerí hóf sitt þriðja starfár með afar fjölbreyttri haustsýningu átta hafnfirskra listamann. Listamennirnir átta eiga það sameiginlegt að búa í Hafnarfirði þó uppruni þeirra sé ólíkur. Listamennirnir eru Aðalheiður Skarphéðinsdóttir (grafík), Brynja Árnadóttir (teikningar), Brynhildur Þórðardóttir, Elín Guðmundsdóttir (keramik), Gunnhildur Þórðardóttir, Kristbergur Ó. Pétursson (málverk), Ólöf Björg Björnsdóttir og Sólveig Baldursdóttir (skúlptúr).

004 (2)

004

066

042

003 (3)

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Animus 31.3.2012

Anonimus var samtarfsverkefni 002 Gallerís og Jónu Hlífar Halldórsdóttur listakonu og sýningarstjóra.Hún fékk til liðs við sig listakonurnar Katrínu I. Jónsdóttur Hjördísardóttur , Selmu Hreggviðsdóttur , Elísabetu Brynhildardóttur, Helenu Hans, Elínu Önnu Þórisdóttur og Ólöfu Helgu Helgadóttur.

Listakonunar voru vinnandi í litlu rými skapaði spennu fyrir áhorfandann. Myndefnið var á köflum absúrd og myndrænt, en stundum virtist útsendingin fela í sér ósköp venjulegar svipmyndir af fólki að vinna. Svona eins venjulegar og orðið þegar fólk starfar í örsmárri kommúnu og hefur minna en einn fermeter til að athafna sig á. Það var ekki bara myndefnið sem var aðlaðandi. Samspil þessara fjölbreyttu og ólíku karaktera bjó líka til spennu. Maður vildi kynnast þessum persónum og sjá hvað hver og ein var að gera.

animusmyndfacebook

028

040

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Frumbyggi, seiður, vatn og móðir

Hið sérstaka gallerí 002 tefldi saman reyndum listamanni og þremur nýliðum í faginu á sýningu sem opnar klukkan 14, laugardaginn 3. mars. Jeanette Castioni hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir vídeóverk sín og innsetningar, en verk hennar þykja bæði framsækin og persónuleg. Ungu listamennirnir þrír eru þau Bergur Anderson, Baldur Einarsson og Halldóra Óla Hafdísardóttir. Þau eru öll nýlega útskrifuð og sýna hljóðverk, ...? og innsetningu.

001 (2)

007 (2)

004 (2)

_DSC0036

021

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Tuesday, October 22, 2013

Verðlaunasýning í 002 Gallerí

Valgerður Freeland Sigurðardóttir opnaði sína fyrstu einkasýningu í Gallerí 002, Þúfubarði 17, Hafnarfirði, laugardaginn 4. Febrúar 2012. Viðfangsefni sýningarinnar eru þrjú, en þau skapa saman eina heild: Abstrakt og fígúratíf málverk með frumum sem myndefni; margs konar ljósalampar og plánetur sem lýsa í myrkri; risaeðluinnsetning með 150 risaeðlum sem Valgerður safnaði á síðasta ári.

Valgerður Freeland hreppti fyrsta sætið í Skúlptúrkeppni Íslands, sem haldin var í fyrsta sinn á Bakkusi í nóvember  2011. Fyrstu verðlaun voru meðal annars fólgin í því að sýna á fyrstu sýningu ársins 2012 í 002 Gallerí. Þetta er fyrsta einkasýning Valgerðarr. Hún lauk námi á listnámsbraut FB vorið 2012 og er núna í Listaháskóla Íslands 

 

016011019071007

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér