Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, opnaði laugardaginn 5.febrúar 2011 fjórðu sýninguna í íbúð sinni, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Sýnendur voru tveir að þessu sinni.Það voru myndlistarmennirnir Ragnar Kjartanson og Snorri Ásmundsson. Ragnar og Snorri eru þekktir fyrir gjörninga sína og myndbandsverk, en sýndu báðir málverk að þessu sinni. Ragnar hefur að undanförnu brugðið sér í Kraftgallann og málað utandyra myrka morgna á Reykjavíkursvæðinu, en Snorri málverk af ballerínum.
Fleiri myndir af sýninguni má finna Hér
No comments:
Post a Comment