Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, opnaði 4.12.2010 ljósverkasýningu í íbúð sinni, 002 Gallerí, ásamt frænku sinni Þóru Björg, myndlistarnema, sem hefur myndskreytt frumsamda jólasögu eftir Birgi.
Ljósverk er heiti yfir myndlistarverk þar sem ljós eru í aðalhlutverki. Þetta listform hefur lengi verið Birgi hugleikið enda tengjast hér saman reynsla hans af rafvirkjun og brennandi áhugi á myndlistarsköpun.
Í ljósverki Birgis fær gamla góða flúrperan nýtt hlutverk. Að auki var frumflutt jólasveinasagan Um strákinn sem trúði því ekki að jólasveinarnir væru vondir.
Fleiri myndir af sýningunni er HÉR
No comments:
Post a Comment