Hanfirsk list í 002 Gallerí
Þrír hafnfirskir listamenn og einn ástralskur opnuðu sýningu laugardaginn 5.mars, í 002 Gallerí. Nafn sitt dregur galleríið af númeri íbúðarinnar, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði, sem er hvorttveggja í senn íbúð og sýningarrými Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja.
Listamennirnir hafa notað mjög mismunandi leiðir í listsköpun sinni. Christopher Hickey gestur Ólafar Bjargar Björnsdóttur, en saman unnu þau ísskúlptúra á Hljómalindarreitnum, sem vakið hafa athygli að undanförnu. Á sýningunni héldu þau halda áfram með þá hugmynd. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýndi nýjar akríl og tölvugrafík myndir sem unnar voru meðan hún dvaldi í Lovíisa í Finnlandi í vetur. Kristbergur Óðinn Pétursson sýndi verk sem hann hefur málað á síðustu mánuðum.
Fleiri myndir af sýningunni er Hér
No comments:
Post a Comment