Tuesday, December 6, 2011

Speglun Önnu Sigríðar í 002 Gallerí 3.12.2011

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, myndhöggvari, var með innsetninguna Speglun í Gallerí 002 um síðustu helgi. Galleríð er staðsett í ósköp venjulegri kjallaraíbúð í blokk í Hafnarfirði, en nafnið er dregið af númeri íbúðarinnar, 002, að Þúfubarði 17, sem er hvorttveggja í senn íbúð og sýningarrými Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja.

Eftir að námi lauk á Íslandi og í Hollandi fyrir 22 árum, hefur Anna Sigríður starfað sem myndlistamaður og tekið þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis. Sem myndhöggvari vinnur hún mest með stein, járn og tré, en innsetningarformið hefur verið henni hugleikið að undanförnu.

Um sýninguna segir Anna Sigríður: „Speglun ljóssins í vatninu, speglun heimsins í svörtum augum. Við speglum okkur og búum til ímyndir, speglum hvort annað. Endalaus mynd af þér, mér, mynd af mynd af mynd...speglun út í hið margfalda, óendanlega. Heimurinn speglast í okkur, ég spegla mig í þér og þú í mér. Ég er þú.“

022

038

045

053

110

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Tuesday, November 8, 2011

Tvö pör í 002 Galleri 5.11.2011

 

Um síðustu helgi var myndlistarsýning í 002 Gallerí, sem var óvenjuleg fyrir þær sakir að sýnendurnir eru tvö pör sem lifa og hrærast í myndlist: Hulda Vilhjálmsdóttir og Valgarður Bragason og svo Ragnhildur Jóhannsdóttir og Jóhann Ludwig Torfason. Staðsetning sýningarinnar er einnig óvenjuleg, ósköp venjuleg kjallaraíbúð í blokk í Hafnarfirði, en nafn sitt dregur galleríið af númeri íbúðarinnar, 002, að Þúfubarði 17, sem er hvorttveggja í senn íbúð og sýningarrými Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja. Hulda Vilhjálmsdóttir og Valgarður Bragason hafa bæði allt frá barnæsku verið að rannsaka og iðka myndlist. Hulda er háskólagengin í myndlist en Valgarður er sjálfmenntaður. Þegar þau hittust árið 2000 tengdust þessir heimar þeirra. Valgarður hafði fram að því aðallega skrifað ljóð og gefið út ljóðabækur, en fór eftir þetta meira út í myndlistina við hvatningu Huldu. Á móti kom að Valgarður aðstoðaði Huldu við sýningarhald og var henni innan handar á vinnustofunni og hefur verið í gegnum 10 ár nokkurs konar lærlingur hennar.

Þau hafa sýnt saman nokkrum sinnum og stofnað gallerí og rekið það um tíma og líka gefið út bók um hugarheim sinn. Þau hafa líka gert gjörninga saman og þá síðast á sýningu Kjarvalsdeildarinnar á Nýlistasafninu þar sem þau sýndu bæði og voru með gjörninga.

Tjáning þeirra er oft mjög flókin en samt svo einföld. Tengist afbrýsðissemi, ástríðu, fyrirefningu, umburðarlyndi, reiði og vináttu. Og hefur listin þá gert þau frjáls og komið þeim í samband við yfirnáttúrulega hluti. Hulda hefur málað fjöldann allan af myndum og hafa þær oft verið um þeirra samband. Á sýningunni í galleríi 002 fjalla verkin um bæn þeirra um gott líf.

Ragnhildur Jóhanns útskrifaðist með B.A gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún hefur unnið að myndlist og ritlist síðan þá og sýnt verk sín og framið gjörninga bæði hérlendis sem erlendis. Hún hefur komið að hinum ýmsu verkefnum tengdu starfi sínu, svo sem sýningum, upplestrum og útgáfu. Ragnhildur er einn stofnenda myndlistatímaritsins Endemi og situr þar í ritstjórn, hún er meðlimur í Nýlókórnum – hljóðljóðakórnum og fjöllistahópnum The Weird Girls project og var meðlimur í Gallerí Crymo meðan það var og hét.

Jóhann Ludwig Torfason hefur í yfir 20 ár unnið á akri myndlistar, í formi sýningarhalds, kennslu, uppsetninga sýninga, útgáfu myndasögublaðs, uppákoma, myndskreytinga og afskipta af menningarstjórnsýslu. Hann hefur þrívegis þegið opinbera styrki til að mæta útgjöldum.

004038

024

010

Hægt er að sjá fleiri myndir hér

Monday, October 17, 2011

Fjölskrúðug Haustsýning í 002 Gallerí

Windows Live Blog

002 Gallerí hóf sitt annað starfsár með Haustsýningu laugardaginn 1.október kl.14. Galleríið er íbúð Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja og flytur Birgir út úr íbúðinni til að bjóða listamönnunum sýningarrýmið sem samanstendur af svefnhebergi, salerni, stofu og eldhúsi. Listamennirnir sjö sem opnuðu sýnigarárið vinna með mjög ólíka miðla. Vinkonurnar Ólöf Björnsdóttir og Ólöf Helga Helgadóttir tefldu saman verkum sínum í þröngu rými sem venjulega gegnir hlutverki salernis. Ólöf sýndi þar ljósverk en Ólöf Helga video. Ólof Björnsdóttir  var líka með verki í stofunni sem hét Rímur. Hollendingurinn Joris Rademaker kom frá Akureyri og var með innsetningu í svefnherberginu. Í stofunni voru líka þrír listamenn sem vinna á ólíkan hátt með texta í verkum sínum: Hlynur Hallsson hélt áfram með textaverkið sem hann spreyjaði á vegg stofunnar fyrir sléttu ári síðan; Jean Posocco sýndi teiknimyndasögur sínar og Þóra Gunnarsdóttir var með verk sem heitir Óstöðugur hringvegur 3.hluti og er sambland teikninga og texta. Síðast en ekki síst ber að nefna verk Unu Baldvinsdóttur, sem málað er beint á stofuvegginn og ber sterk einkenni graffitilistar. Þetta er aðeins fyrstu hlutinn af stóru verki sem mun teygja sig eftir veggjum stofunnar eftir því sem líður á veturinn.

006 (4)

026 (2)

001 (2)

028

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Monday, March 7, 2011

Fimmta sýning í 002 Gallerí 5.3.2011

Hanfirsk list í 002 Gallerí
Þrír hafnfirskir listamenn og einn ástralskur opnuðu sýningu laugardaginn 5.mars, í 002 Gallerí. Nafn sitt dregur galleríið af númeri íbúðarinnar, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði, sem er hvorttveggja í senn íbúð og sýningarrými Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja.

Listamennirnir hafa notað mjög mismunandi leiðir í listsköpun sinni. Christopher Hickey gestur Ólafar Bjargar Björnsdóttur, en saman unnu þau ísskúlptúra á Hljómalindarreitnum, sem vakið hafa athygli að undanförnu. Á sýningunni héldu þau halda áfram með þá hugmynd. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýndi nýjar akríl og tölvugrafík myndir sem unnar voru meðan hún dvaldi í Lovíisa í Finnlandi í vetur. Kristbergur Óðinn Pétursson sýndi verk sem hann hefur málað á síðustu mánuðum.

057

087

002

028

IMG_0722

Fleiri myndir af sýningunni er Hér

Monday, February 14, 2011

Fjórða sýning í 002 Gallerí 5.2.2011

Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, opnaði laugardaginn 5.febrúar 2011 fjórðu sýninguna í íbúð sinni, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Sýnendur voru tveir að þessu sinni.Það voru myndlistarmennirnir Ragnar Kjartanson og Snorri Ásmundsson. Ragnar og Snorri eru þekktir fyrir gjörninga sína og myndbandsverk, en sýndu báðir málverk að þessu sinni. Ragnar hefur að undanförnu brugðið sér í Kraftgallann og málað utandyra myrka morgna á Reykjavíkursvæðinu, en Snorri málverk af ballerínum.

001

photo

 

027

 

071

025

Fleiri myndir af sýninguni má finna  Hér