Um síðustu helgi var myndlistarsýning í 002 Gallerí, sem var óvenjuleg fyrir þær sakir að sýnendurnir eru tvö pör sem lifa og hrærast í myndlist: Hulda Vilhjálmsdóttir og Valgarður Bragason og svo Ragnhildur Jóhannsdóttir og Jóhann Ludwig Torfason. Staðsetning sýningarinnar er einnig óvenjuleg, ósköp venjuleg kjallaraíbúð í blokk í Hafnarfirði, en nafn sitt dregur galleríið af númeri íbúðarinnar, 002, að Þúfubarði 17, sem er hvorttveggja í senn íbúð og sýningarrými Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja. Hulda Vilhjálmsdóttir og Valgarður Bragason hafa bæði allt frá barnæsku verið að rannsaka og iðka myndlist. Hulda er háskólagengin í myndlist en Valgarður er sjálfmenntaður. Þegar þau hittust árið 2000 tengdust þessir heimar þeirra. Valgarður hafði fram að því aðallega skrifað ljóð og gefið út ljóðabækur, en fór eftir þetta meira út í myndlistina við hvatningu Huldu. Á móti kom að Valgarður aðstoðaði Huldu við sýningarhald og var henni innan handar á vinnustofunni og hefur verið í gegnum 10 ár nokkurs konar lærlingur hennar.
Þau hafa sýnt saman nokkrum sinnum og stofnað gallerí og rekið það um tíma og líka gefið út bók um hugarheim sinn. Þau hafa líka gert gjörninga saman og þá síðast á sýningu Kjarvalsdeildarinnar á Nýlistasafninu þar sem þau sýndu bæði og voru með gjörninga.
Tjáning þeirra er oft mjög flókin en samt svo einföld. Tengist afbrýsðissemi, ástríðu, fyrirefningu, umburðarlyndi, reiði og vináttu. Og hefur listin þá gert þau frjáls og komið þeim í samband við yfirnáttúrulega hluti. Hulda hefur málað fjöldann allan af myndum og hafa þær oft verið um þeirra samband. Á sýningunni í galleríi 002 fjalla verkin um bæn þeirra um gott líf.
Ragnhildur Jóhanns útskrifaðist með B.A gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún hefur unnið að myndlist og ritlist síðan þá og sýnt verk sín og framið gjörninga bæði hérlendis sem erlendis. Hún hefur komið að hinum ýmsu verkefnum tengdu starfi sínu, svo sem sýningum, upplestrum og útgáfu. Ragnhildur er einn stofnenda myndlistatímaritsins Endemi og situr þar í ritstjórn, hún er meðlimur í Nýlókórnum – hljóðljóðakórnum og fjöllistahópnum The Weird Girls project og var meðlimur í Gallerí Crymo meðan það var og hét.
Jóhann Ludwig Torfason hefur í yfir 20 ár unnið á akri myndlistar, í formi sýningarhalds, kennslu, uppsetninga sýninga, útgáfu myndasögublaðs, uppákoma, myndskreytinga og afskipta af menningarstjórnsýslu. Hann hefur þrívegis þegið opinbera styrki til að mæta útgjöldum.
Hægt er að sjá fleiri myndir hér
gaman að þessu. til lukku bróðir.
ReplyDelete