Sjöunda sýningin á Myndlistarhátíð 002 Gallerís opnaði klukkan 14, laugardaginn 24. maí og að þessu sinni var þar á ferð Hildigunnur Birgisdóttir, myndlistarkona, en sýninguna nefnir hún „þúfu[njálsgata]barð “. Á sýningu sinni í Þúfubarði 17 setur Hildigunnur fram skynjunar-æfingu fyrir skynsemina sem ertir tilvistarstöðvar vitundarinnar, en slíkar æfingar þroska litróf skynjunar okkar. Titill sýningarinnar vísar til þess að forláta gólfteppi úr íbúð á Njálsgötu fær nýtt hlutverk í galleríinu við Þúfubarð. Í verkum sínum beinir Hildigunnur sjónum sínum að tímanum og sönnunargögnum um hann. Áhersla hennar á fundna hluti, afganga, leifar, vegsummerki, hluti sem misst hafa tilgang sinn eða eru jafnvel afleiða af tilgangi annara hluta, vekur tilvistalegar vangaveltur.
Hildigunnur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2003 og hefur síðan sýnt hér heima og erlendis. Hún hefur verið virk á ýmsum sviðum listarinnar m.a. stýrt menningarstofnunum, sýningum og útgáfu bókverka. Hún hefur þó síðustu ár einbeitt sér að eigin listsköpun.
Hægt er að sjá fleiri myndir Hér
No comments:
Post a Comment