Sjötta sýningin á Myndlistarhátíð 002 Gallerís opnaði klukkan 14, laugardaginn 17. maí og að þessu sinni sýndi Þór Sigurþórsson myndlistarmaður. Þór sýndi alveg nýjar ljósmyndir sem hann hefur verðið að vinna að eftir að hann fékk boð um að sýna á Myndlistarhátíð 002 Gallerís.
Þór lauk námi við Listaháskóla Íslands 2002 og fór til Bandaríkjanna í framhaldsnáms og lauk mastersnámi 2008 frá School of Visual Arts í New York. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum bæði hér heima og erlendis. Síðasta sýning Þórs á Íslandi var þáttaka í samsýninguni „Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn“ í Ásmundarsafni, Reykjavik, á þessu ári.
Hægt er að sjá fleiri myndir Hér
No comments:
Post a Comment