Áttunda og síðasta sýning Myndlistarhátíðar 002 Gallerís opnði kl. 14, laugardaginn 31. maí. Þessi sýning er harla óvenjuleg fyrir þær skakir að sex ólíkir listarmenn fengu það verkefni að gera myndlistarverk inn í sex skápa í galleríinu/íbúðinni, en flestir þessarra skápa hafa misst hlutverk sitt í íbúðinni.
„Við stofnun 002 Gallaríis breyttust allar mínar hugmyndir um hvað íbúð er“, segir Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, sem hefur starfrækt þetta óvenjulega gallerí um þriggja ára skeið í kjallaraíbúð sinni í blokk í Hafnarfirði. „Er mögulegt að breyta 63 fermetra íbúð í sýningarrými og til baka aftur með reglubundnu millibili, án þess að allt fari í hund og kött? Stundum hafa orðið árekstrar milli þessarra ólíku hlutverka íbúðarinnar að Þúfubarði 17. Baðvaskur varð að víkja og skápar teknir niður til að fá meira veggpláss til að þjóna myndlistinni. Myndlistarvek hafa verið máluð beint á veggi íbúðarinnar og stundum er eins og heimilið hafi týnst í öllum hamaganginum.“
Á lokasýningu Myndlistarhátíðar 002 Gallerís fá skáparnir, sem teknir voru niður, nýtt hlutverk. 002 Gallerí bauð 6 myndlistarmönnum að gera verk inn í skápana og búa þar með til enn einn skemmtilegan vettvang til listsköpunar. Listamennirnir sem taka þátt í þessari tilraun eru Ingvar Högni Ragnarsson, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Ólöf Helga Helgadóttir, Hlynur Helgason, Marta Valgeirsdóttir og Helga Þórisdóttir. Verður mjög spennandi að sjá hvernig útkoman verður og hvernig þessir ólíku listamenn nálgast verkefnið.
Hægt er að sjá fleiri myndir Hér